Cosmos Apollo 'Lovesong'
Brúðarstjarna
Brúðarstjarna er sumarblóm sem hentar vel í ker og út í beð. Apollo-serían einkennist af meðalháum, vel greindum plöntum með sterkum blómstönglum sem blómstra ríkulega stórum blómum. 'Lovesong' er litablanda í hvítu, ljósbleiku og tvílitum bleikum og hvítum blómum. 55-65 cm á hæð.
Sáð í febrúar. Fræ rétt hulið með þurrum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 7-10 daga við 19-21°C. Prikklað eftir 3 vikur, blómgun um 12 vikum frá sáningu.
10 fræ í pakka