Papaver orientale 'Coral Reef'
Tyrkjasól
Tyrkjasól er fjölær planta sem þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi.
'Coral Reef' blómstrar stórum, laxableikum blómum. Verður um 75 cm á hæð.
Fræ frá Chiltern Seeds.
Sáningartími: febrúar - apríl. Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Dreifplantað 4-6 vikum eftir sáningu. Ungplöntur eru viðkvæmar fyrir umhleypingum og því getur verið ráðlegt að geyma plöntur í reit fyrsta veturinn eða skýla ungplöntum sem gróðursettar hafa verið út í beð.
10 fræ í pakka