Achillea millefolium 'Tricolor'
Vallhumall
'Tricolor' er yrki af vallhumli sem blómstrar gulum blómum sem roðna með aldrinum.
Þarf sólríkan vaxtarstað í sendnum jarðvegi.
Óreynt yrki.
1 stk. í 11x11 cm potti.
Ræktunarleiðbeiningar
Vallhumall þrífst best í vel framræstum, sendnum jarðvegi. Hann blómstrar síðsumars, í ágúst-september.