Cornus alba 'Miracle' - mjallarhyrnir
Mjallarhyrnir
'Miracle' er nýtt afbrigði af mjallarhyrni sem er "sport" (stökkbreyting) af yrkinu 'Elegantissima'. 'Miracle' er með grænt lauf með kremuðum blaðjöðrum eins og 'Elegantissima', en fyrst á vorin þegar runninn laufgast er laufið með sterkum bleikum blæ. Á haustin roðnar laufið og blaðjaðrarnir verða aftur bleikir. Greinarnar eru rauðar og ef hann blómstrar eru blómin hvít. Þarf mjög skjólsælan vaxtarstað á sólríkum stað.
Óreynt yrki, en yrkið 'Elegantissima' þrífst vel hér í nægu skjóli.