Hemerocallis EveryDaylily® 'Red Ribs'
Daglilja
'Red Ribs' er þéttvaxið dagliljuyrki úr EveryDaylily®-seríunni sem blómstrar rauðum blómum, með gulri miðju og gulri rák eftir miðju krónublaðanna. Verður um 40 cm á hæð. Það á að vera frekar snemmblómstrandi með langan blómgunartíma.
'Punch Yellow' úr sömu seríu lofar góðu, blómstraði mikið og lengi sumarið 2022.
1 stk. í 11x11 cm potti. Plöntur frá 2023
Ræktunarleiðbeiningar
Dagliljur þurfa sólríkan vaxtarstað í frjóum, vel framræstum jarðvegi.