Rudbeckia 'Pot of Gold'
Glóhattur (Rudbecki fulgida var. sullivantii)
'Pot of Gold' er yrki af glóhatti sem verður um 50-60 cm á hæð. Það er stökkbreyting (sport) af hinu þekkta yrki 'Goldsturm' og er þéttvaxnara og með stærri blóm en upprunalega yrkið. Blómin eru gul með dökkbrúnni miðju.
Óreynt yrki, kemur ágætlega undan fyrsta vetri. Plöntur frá 2023.
1 stk. í 11x11 cm potti.
Ræktunarleiðbeiningar
Glóhattur þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, lífefnaríkum jarðvegi. Hann blómstrar síðsumars, í ágúst-september.