Sedum spurium 'What a Doozie'
Steinahnoðri
'What a Doozie' er steinahnoðrayrki með grágrænu laufi með kremuðum blaðjöðrum sem blómstrar fölbleikum-kremuðum blómum síðsumars.
Þarf mjög sólríkan vaxtarstað í sendnum, vel framræstum jarðvegi. Þurrkþolinn.
Óreynt yrki, vetrarskýling gæti aukið lífslíkur. Steinahnoðri þrífst vel við rétt skilyrði hér.
1 stk. í 11x11 cm potti.
Ræktunarleiðbeiningar
Hnoðrar (Sedum) þrífast best í sól í vel framræstum jarðvegi. Þeir eru ekki hrifnir af mjög blautum jarðvegi, sérstaklega ekki að vetrarlagi og því mikilvægt að vatn renni vel frá þeim.