Sáningarbox með loki, 6 stk með bakka
Frábær ílát til að sá í öllum tegundum fræja, hvort heldur sem er sumarblóm, matjurtir, fjölærar plöntur, rósir, tré eða runnar. Sömu ílát og abt-mjólkin er í og bakkarnir eru endurunnir, sóttir í verslanir áður en þeim er hent. Það þarf að gata botninn á boxunum áður en sáð er í þau. Lokin eru góð sem undirskálar þegar fræið hefur spírað og bakkarnir auðvelda flutning á milli staða og góðir til að geyma boxin í ef fræið þarf kaldörvun úti. Ef bakkarnir standa úti þarf að gata botninn á þeim.