Allium carinatum ssp. pulchellum - fagurlaukur
Fagurlaukur
Skrautlaukstegund sem blómstrar purpurarauðum blómum í opnum kúlulaga sveip. Verður um 40 cm á hæð. Óreynd.
Fræ frá Jelitto.
Sáningartími: nóvember-janúar. Fræ þarf kuldaskeið og spírar best við 5-12°C. Það er því þægilegast að láta fræpotta/bakka standa úti á skýldum stað eða í köldu gróðurhúsi fram að spírun. Dreifplantað þegar fræplöntur hafa náð meðfærilegri stærð.
20 fræ í pakka