Brassica F1 'Victoria Pigeon'
Skrautkál
Skrautkál er ræktað vegna blaðfegurðar frekar heldur en til matar og er notað til uppfyllingar í blómabeð og ker. Það heldur sér vel frameftir hausti hentar því vel í haustskreytingar í blómaker eftir að sumarblómin eru búin. 'Victoria Pigeon' hefur þrílitt lauf, bleikt í miðju, síðan hvítt og grænt yst.
Sáð í mars. Fræ rétt hulið með fíngerðum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 7-14 daga. Liturinn kemur fram við hitastig undir 13°C.
20 fræ í pakka