Calendula 'Sherbet Fizz'
Morgunfrú
Morgunfrú er sumarblóm sem hentar vel í ker og út í beð. 'Sherbet Fizz' er afbrigði sem blómstrar ferskjubleikum blómum sem eru appelsínurauð á neðra borði. Verður um 60 cm á hæð.
Sáð í mars. Fræ rétt hulið með fíngerðum vikri og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 10-14 daga. Blómgun um 3 mánuðum eftir sáningu við kjöraðstæður.
15 fræ í pakka