Campanula persicifolia v. planiflora - fagurklukka
Fagurklukka
V. planiflora er lágvaxið afbrigði af fagurklukku sem myndar þétta laufþyrpingu sem er nánast jarðlæg og blómstrar hvítum eða ljósfjólubláum blómum á 20 cm háum blómstönglum.
Takmörkuð reynsla, en virðist nokkuð harðgerð.
Fræ frá Jelitto - skoða nánar.
Sáningartími: janúar-febrúar. Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
30 fræ í pakka