Celosia plumosa 'Golden Plume'
Fjaðurkambur
Fjaðurkambur er sumarblóm sem hentar bæði í blómaker og blómabeð. Hann þrífst best á sólríkum og skjólsælum stað í næringarríkum, gljúpum jarðvegi. 'Golden Plume' blómstrar apríkósugulum blómum.
Fræ frá Chiltern Seeds.
Sáð í febrúar-mars. Fræ rétt hulið með fíngerðum vikri og haft við stofuhita fram að spírun.
30 fræ í pakka