Nemesia 'Galaxy Mixed'
Fiðrildablóm
Fræblanda með tvílitum blómum í miklu litaúrvali. Hæð 30 cm.
Sáð í byrjun mars. Fræ rétt hulið og haft við ca. 18°C fram að spírun, hærra hitastig getur hamlað spírun. Til að ná hitastigi undir stofuhita er hægt að staðsetja sáningarbox út í glugga og e.t.v. hafa gluggann aðeins opinn. Spírun eftir 2 vikur.
Um 100 fræ í pakka.