top of page

Explorer sería

Nútíma runnarósir ræktaðar í Kanada til að ná fram mjög frostþolnum rósum. Harðgerðar villtar tegundir hafa verið blandaðar harðgerðustu nútíma blendingum. Margar eru af rugosa kyni og þrífast vel hérlendis. Þær eru oft flokkaðar með eldri ígulrósablendingum. Aðrar eru flestar kordesii-blendingar og þrífast vel á skjólgóðum og sólríkum stað.

'Alexander MacKenzie'

'Alexander MacKenzie' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, rauðbleikum blómum.

'Champlain'

'Champlain' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, rauðum blómum.

'Charles Albanel'

'Charles Albanel' er ígulrósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum.

'David Thompson'

'David Thompson' er ígulrósarblendingur með fylltum, rauðbleikum blómum.

'Henry Hudson'

'Henry Hudson' er ígulrósarblendingur með fylltum, hvítum blómum.

'J. P. Connell'

'J. P. Connell' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, kremhvítum blómum með gulri slikju.

'Jens Munk'

'Jens Munk' er ígulrósarblendingur með fylltum, bleikum blómum.

'John Cabot'

'John Cabot' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, sterkbleikum blómum.

'John Davis'

'John Davis' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, bleikum blómum sem lýsast með aldrinum.

'Marie-Victorin'

'Marie-Victorin' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, bleikum blómum með gulu skini.

'Martin Frobisher'

'Martin Frobisher' er ígulrósarblendingur með fylltum, ljósbleikum blómum.

'Quadra'

'Quadra' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar fylltum, rauðum blómum.

'William Baffin'

'William Baffin' er nútíma runnarós úr kanadísku Explorer-seríunni. Hún blómstrar hálffylltum, bleikum blómum.

bottom of page