top of page
Festuca
Vinglar
Vinglar, Festuca, er nokkuð stór ættkvísl um 400 - 500 tegunda í grasætt, Poaceae. Tegundir ættkvíslarinnar eru útbreiddar um allan heim. Margar eru lágvaxnar, fíngerðar tegundir, en ættkvíslin inniheldur líka stórvaxnar tegundir sem geta náð 2 m hæð. Blómskipunin er þéttur puntur. Túnvingull (F. rubra) er íslensk planta sem er lélegt fóðurgras, en er nýttur til landgræðslu þar sem hann er mjög þurrkþolinn. Afbrigði af honum eru líka notuð í grasfræblöndur fyrir grasflatir og golfvelli þar sem þau mynda mjög þéttan, fíngerðan svörð.
bottom of page