top of page
Luzula
Hærur
Hærur, Luzula er nokkuð stór ættkvísl í sefætt, Juncaceae, með útbreiðslu víða um heim, flestar í kaldtempruðum svæðum, heimskautasvæðum og upp til fjalla. Blaðjaðrarnir eru hærðir og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Blómin standa yfirleitt þétt saman í blómhnoðum og eru oftast brún. Nokkrar smávaxnar tegundir vaxa villtar á Íslandi.
bottom of page