top of page

Molinia

Molinia er lítil ættkvísl í grasætt, Poaceae, sem inniheldur nú aðeins tvær tegundir eftir að aðrar tegundir sem áður tilheyrðu þessari ættkvísl hafa verið fluttar í aðrar ættkvíslir. Önnur tegundin (M. caerulea) vex víða í Evrasíu, hin (M. japonica) í Japan og Kóreu.

Molinia caerulea 'Dauerstrahl'

Bláax

Bláax er hávaxin grastegund sem myndar upprétta brúska af grænu laufi og fíngerðum puntstráum. 'Dauerstrahl' er hávaxið garðaafbrigði með purpuraleitum puntum.

bottom of page