Alopecurus pratensis 'Aureovariegatus'
Háliðagras
Grasætt
Grasætt
Hæð
meðalhátt, um 30 - 60 cm
Blómlitur
grár
Blómskipun
ax
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
gulgrænn, með grænum rákum
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, rakur, frjór
pH
hlutlaust
Harðgerði
harðgert
Heimkynni
garðaafbrigði, tegundin vex villt í Evrópu og Asíu
Alopecurus, liðagrös, er ættkvísl í grasætt, Poaceae. Þau eiga það sameiginlegt að bera þétt, sívöl blómöx sem minna svolítið á refaskott og eru því kölluð "foxtail" á ensku. Ættkvíslin inniheldur um 25 tegundir grasa sem vaxa um tempraða beltið norðanvert og eru sum notuð sem fóðurgrös í landbúnaði.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Háliðagras er mikið ræktað sem fóðurgras í landbúnaði. Í garðaafbrigðinu 'Aureovariegata' er laufið með gulgrænum röndum. Dreifir sér ekki óhóflega, stækkar að umfangi eins og aðrar fjölærar plöntur.