top of page
Mýrastigi

Carex buchananii 'Red Rooster'

Koparstör

Stararætt

Stararætt

Hæð

meðalhá, um 30 - 50 cm

Blómlitur

brúnn

Blómskipun

ax

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

koparlitaður

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

frekar viðkvæmt, þolir illa vetrarbleytu

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt á Nýja-Sjálandi

Starir, Carex, er stærsta ættkvísl stararættar, Cyperaceae, með um 2000 tegundum. Flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi, en þó eru undantekningar á því. Tegundir ættkvíslarinnar eru dreifðar um allar heimsálfur, flestar á heimskauta og tempruðum svæðum.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.

Meðalhá starartegund með bronslituðu laufi sem heldur sér yfir veturinn (síbrúnt). Vill hvorki of blautan jarðveg, né of þurran, svo hann þarf að vera vel framræstur og hæfilega rakur. Vex best á sólríkum stað.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page