Festuca vivipara 'Compact Blue'
Blávingull
Grasætt
Grasætt
Height
lágvaxinn, um 10 - 20 cm
Flower color
grágrænn
Flower arrangement
puntur
Flowering
júlí
Leaf color
gráblár
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
reyndist skammlíft, viðkvæmt fyrir vetrarbleytu
Homecoming
garðaafbrigði, tegundin vex villt víða um norðanvert norðurhvel jarðar, m.a. á Íslandi.
Vinglar, Festuca, er nokkuð stór ættkvísl um 400 - 500 tegunda í grasætt, Poaceae. Tegundir ættkvíslarinnar eru útbreiddar um allan heim. Margar eru lágvaxnar, fíngerðar tegundir, en ættkvíslin inniheldur líka stórvaxnar tegundir sem geta náð 2 m hæð. Blómskipunin er þéttur puntur. Túnvingull (F. rubra) er íslensk planta sem er lélegt fóðurgras, en er nýttur til landgræðslu þar sem hann er mjög þurrkþolinn. Afbrigði af honum eru líka notuð í grasfræblöndur fyrir grasflatir og golfvelli þar sem þau mynda mjög þéttan, fíngerðan svörð.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Myndar lágan brúsk af fíngerðu, grábláu laufi. Þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg.