top of page
Mýrastigi

Acer negundo

Askhlynur

Hlynsætt

Aceraceae

Hæð

um 4 - 6 m

Blómlitur

grængulur

Blómgun

Blómgerð

Aldin

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - baskískt

Harðgerði

hættir við kali

Heimkynni

N-Ameríka

Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda  sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman  og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.

Fjölgun:


Sáning, sáð að hausti. Fræ þarf mjög langa kaldörvun.

Fræ lagt í bleyti í volgu vatni í 24 klst. og sáð í sáðbox. Haft við stofuhita í 8 vikur, síðan í kæli í 8 vikur og svo haft við stofuhita fram að spírun.

Askhlynur getur orðið yfir 12 m á hæð erlendis, en verður mun lægri hér á landi. Sem er kannski ágætt, því hann er alræmdur fyrir mjög veikburða greinar sem hættir til að brotna af og valda tjóni. Hér á landi kelur hann töluvert, svo hann verður frekar runnkenndur í vexti. Hann hefur mjög fallegt lauf, sem er ólíkt laufi flestra annarra hlyntegunda að því leiti að þau eru fjaðurskipt, eins og lauf asks, og er íslenska heitið dregið af því. Hann fær fallega gula haustliti, ef hann nær að skipta lit fyrir frost. Þetta er ekki skuggþolið tré, hann vill vera sólarmegin í lífinu a.m.k. part úr degi. Hann þolir flestar jarðvegsgerðir svo framarlega sem jarðvegurinn sé vel framræstur og þokkalega rakur.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page