top of page
Mýrastigi

Acer pseudoplatanus 'Brillantissimum'

Garðahlynur

Hlynsætt

Aceraceae

Height

óvíst hér á landi, um 4 m erlendis

Flower color

gulgrænn

Flowering

í júní, eftir laufgun

Flower arrangement

The age

vængjaðar hnotur

Leaf color

bleikur - gulgrænn - grænn

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

takmörkuð reynsla, virðist þrífast vel

Homecoming

garðaafbrigði

Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda  sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman  og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.

Fjölgun:


Ágræðsla.

'Brilliantissimum' er sort af garðahlyn sem verður smávaxið tré 4-8 m erlendis, óvíst um stærð hér á landi. Eins og yrkisheitið bendir til er laufið stórkostlega litríkt. Það er bleikt fyrst eftir laufgun, verður svo föl gulgrænt og dökknar með aldrinum og verður grænt með gulhvítum skellum og flekkjum. Ef það nær að skipta í haustliti eru þeir gylltir. Eins og aðrir hlynir þarf þetta afbrigði skjólgóðan stað í sól eða hálfskugga og vel framræstum, jafnrökum jarðvegi. Virðist þrífast furðuvel. 

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page