Alnus hirsuta
Alnus incana ssp. hirsuta
Hæruölur
Bjarkarætt
Betulaceae
Hæð
allt að 20 m á hæð erlendis, mun lægri hér
Blómlitur
grænn
Blómgun
snemma vors, í mars-apríl
Blómgerð
reklar
Aldin
kvenreklar verða trékenndir þegar fræ þroskast og líkjast könglum
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frekar rakur, má vera rýr
pH
súrt - hlutlaust
Harðgerði
Nokkuð harðgerður
Heimkynni
NA-Asía
Alnus, elri, er ættkísl um 30 tegunda í bjarkarætt, Betulaceae með útbreiðslu víða um norðurhvel jarðar. Elri líkjast björkum, en hafa yfirleitt stórgerðara lauf og kvenreklarnir eru trékenndir og sitja á greinunum eins og könglar. Elri hefur verið nýtt sem landgræðsluplanta á Íslandi þar sem það bindur köfnunarefni í jarðveginn með hjálp rótargerla. Elri vaxa helst í rökum jarðvegi, meðfram ám og vötnum.
Fjölgun:
Sumargræðlingar
Sáning:
Best er sá að hausti og láta standa úti fram á vor. Fræ ætti þá að spíra þegar fer að hlýna.
Hæruölur er náskyldur gráöl og stundum flokkaður sem undirtegund af honum. Fallegt, nokkuð harðgert tré sem getur vaxið í rýrum jarðvegi.