Alnus sinuata
Alnus viridis ssp. sinuata
Sitkaölur
Bjarkarætt
Betulaceae
Height
allt að 10 m á hæð
Flower color
gulgrænn
Flowering
í maí, eftir laufgun
Flower arrangement
reklar
The age
kvenreklar verða trékenndir þegar fræ þroskast og líkjast könglum.
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, frekar rakur, niturbindandi
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgert, vindþolið
Homecoming
vesturströnd N-Ameríku frá Alaska suður til Kaliforníu
Alnus, elri, er ættkísl um 30 tegunda í bjarkarætt, Betulaceae með útbreiðslu víða um norðurhvel jarðar. Elri líkjast björkum, en hafa yfirleitt stórgerðara lauf og kvenreklarnir eru trékenndir og sitja á greinunum eins og könglar. Elri hefur verið nýtt sem landgræðsluplanta á Íslandi þar sem það bindur köfnunarefni í jarðveginn með hjálp rótargerla. Elri vaxa helst í rökum jarðvegi, meðfram ám og vötnum.
Fjölgun:
Græðlingar - vetrar eða sumargræðlingar
Sáning - best sáð að hausti eða vetri.
Fræið er ekki hulið, eða hulið með mjög þunnu lagi af fínum vikri.
Ef sáð er að hausti er best að láta sáningarboxin standa úti fram á vor. Spírar við stofuhita.
Ef fræ er ekki ferskt þegar því er sáð þarf það kaldörvun í 6 mánuði.
Sitkaölur er margstofna tré eða stórgerður runni sem verður mjög mikill um sig ef hann er ekki snyrtur reglulega. Vex hratt og er harðgerður. Þolir vel vind og seltu. Elritegundir eru niturbindandi og því nokkuð notaðar í landgræðslu. Vex best í rökum jarðvegi.