Araucaria araucana
Apatré
Apatrésætt
Araucariaceae
Height
yfir 12 m á hæð, lægra hérlendis
Flower color
grænn
Flowering
-
Flower arrangement
könglar
The age
könglar
Leaf color
dökkgrænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
vel framræstur, frjór, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
virðist þrífast vel í góðu skjóli
Homecoming
Argentína og Síle (Chile)
Ættkvíslin Araucaria tilheyrir apatrésætt, Araucariaceae. Þetta eru oftast stórvaxin tré, með heimkynni í Ástralíu og S-Ameríku. Helsta einkenni ættkvíslarinnar eru þykk, oddhvöss lauf sem skarast misjafnlega mikið eftir tegundum. Apatré eru oftast sérbýlisplöntur, en dæmi eru um einstaklinga sem eru tvíkynja, þ.e. sem bera bæði karlkyns og kvenkyns blóm á sömu plöntunni.
Fjölgun:
Síðsumarsgræðlingar.
Sáning - sáð að hausti, fræ hefur takmarkað geymsluþol
Fræ lagt í bleyti í 2 daga og síðan blandað rökum vikri og geymt í rennilásapoka í ísskáp í 10-15 daga. Að þeim tíma loknum er fræinu sáð í sáningarbox, hulið með þunnu lagi af vikri og haft við stofuhita fram að spírun.
Apatré er sígrænt barrtré með þykkum, afar beittum laufblöðum sem raðast þétt upp eftir endilöngum greinum og bol, so það er ekki auðan bletta að finna. Það þarf skjólgóðan vaxtarstað í sól eða hálfskugga í vel framræstum, jafnrökum, helst aðeins súrum jarðvegi. Það þrífst merkilega vel hér við rétt skilyrði.