Berberis thunbergii 'Green Carpet'
Sólbroddur
Mítursætt
Berberidaceae
Hæð
allt að 1 m
Blómlitur
kremhvítur
Blómgun
júní
Blómgerð
-
Aldin
rauð, ef þau þroskast
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þarf gott skjól
Heimkynni
garðaafbrigði
Ættkvíslin Berberis, broddar, er stór ættkvísl hátt í 200 tegunda í mítursætt, Berberidaceae, með útbreiðslu um tempruð og heittempruð belti jarðar. Mestur tegundafjöldi er í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir, þyrnóttir runnar sem bera lítil gul eða appelsínugul blóm.
Fjölgun:
Sumargræðlingar
'Green Carpet' er lágvaxið afbrigði af sólbroddi sem vex meira á þverveginn en upp á við. Laufið er grænt og fær eldrauða haustliti. Þarf skjólgóðan vaxtarstað, annars kelur hann mikið. Þrífst best í sól eða hálfskugga. Haustlitirnir verða sterkari á sólríkum stað.