top of page
Mýrastigi

Chamaecyparis lawsoniana 'White Spot'

Fagursýprus

Grátviðarætt

Cupressaceae

Height

allt að 2 m, lægri hér

Flower color

-

Flowering

-

Flower arrangement

könglar

The age

könglar

Leaf color

grænn, fölgrænn nývöxtur

Lighting conditions

sól - hálfskuggi

Soil

vel framræstur, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Toughness

þarf skjólgóðan stað

Homecoming

garðayrki

Ættkvíslin Chamaecyparis tilheyrir grátviðarætt, Cupressaceae. Ættkvíslin telur sjö tegundir með heimkynni í austur Asíu og vestanverðri N-Ameríku. Tegundir ættkvíslarinnar vaxa í skuggsælum strandskógum þar sem úrkoma er mikil. Þær þurfa því gott skjól og jafnan jarðraka.

Fjölgun:


Græðlingar síðsumars

Yrki af fagursýprus með grænu barri sem er fölgrænt á nývexti. Hann þarf skjólgóðan stað í sól eða hálfskugga í frjóum, rökum, vel framræstum, veik súrum jarðvegi.  Mikilvægt er að verja hann fyrir morgunsól á vorin, hann getur sólbrunnið illa í frosti.  Getur orðið 2 m á hæð í hlýrra loftslagi, en verður varla meira en meter á hæð hér.  Ef hann nær að vaxa áfallalaust er hann keilulaga í vexti.

Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page