top of page
Mýrastigi

Chamaecyparis pisifera 'Plumosa Compressa'

Ertusýprus

Grátviðarætt

Cupressaceae

Hæð

allt að 1,5 m

Blómlitur

-

Blómgun

-

Blómgerð

könglar

Aldin

könglar

Lauflitur

grænn, með ljósari nývexti

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

þarf skjólgóðan stað

Heimkynni

garðayrki

Ættkvíslin Chamaecyparis tilheyrir grátviðarætt, Cupressaceae. Ættkvíslin telur sjö tegundir með heimkynni í austur Asíu og vestanverðri N-Ameríku. Tegundir ættkvíslarinnar vaxa í skuggsælum strandskógum þar sem úrkoma er mikil. Þær þurfa því gott skjól og jafnan jarðraka.

Fjölgun:


Græðlingar síðsumars

'Plumosa Compressa' er dvergvaxið afbrigði af ertusýprus með kúlulaga vöxt, sem verður varla meira en 1,5 m á hæð og líklega mun minna hér á landi. Hann þarf mjög skólgóðan stað, morgunskugga og frjóan, rakan, eilítið súran, velframræstan jarðveg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page