top of page
Mýrastigi

Juniperus communis 'Green Carpet'

Einir

Grátviðarætt

Cupressaceae

Hæð

jarðlægur, 10 - 15 cm

Blómlitur

-

Blómgun

-

Blómgerð

könglar

Aldin

könglar (einiber)

Lauflitur

grænn, með ljósari nývexti

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn, rýr

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

nokkuð harðgerður

Heimkynni

garðayrki

Ættkvíslin Juniperus, einir, er ættkvísl um 60 tegunda í grátviðarætt, Cupressaceae sem dreifast um allt norðurhvel jarðar. Þetta eru hægvaxta, vindþolnir runnar eða tré sem þola þurran, rýran jarðveg og kjósa sólríkan stað.

Fjölgun:


Græðlingar síðsumars

'Green Carpet' er jarðlægt afbrigði af eini sem verður varla meira en 10 - 15 cm á hæð. Hann þrífst best á frekar sólríkum stað í sendnum, vel framræstum jarðvegi.  Hann getur sólbrunnið í frostþurrki síðvetrar. 

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page