Pinus mugo
Fjallafura
Þallarætt
Pinaceae
Hæð
um 1-3 m
Blómlitur
kk gulur-appelsínugulur, kvk fjólublár
Blómgun
maí - júní
Blómgerð
reklar
Aldin
könglar
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, má vera rýr
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
fjöll í Mið- og Suður-Evrópu
Ættkvíslin Pinus, fura, er stór ættkvísl í þallarætt, Pinaceae, sem telur rúmlega 100 tegundir. Heimkynni þeirra eru dreifð um norðurhvel jarðar. Einkenni ættkvíslarinnar eru langar nálar sem vaxa í knippum, oftast 2-5 nálar í knippi.
Fjölgun:
Sáning, sáð í október-nóvember
Fræ lagt í bleyti í sólarhring og svo blandað rökum vikri í rennilásapoka og geymt í kæli í 30-45 daga. Eftir kaldörvun er fræinu sáð í sáðbox og haft við stofuhita fram að spírun. Kaldörvun er ekki nauðsynleg, en eykur spírunarhlutfall.
Fjallafura er vinsæll sígrænn runni í görðum því hún er harðgerð og nettari í vexti en flestar aðrar furutegundir. Það þarf þó að hafa í huga að hún getur náð 3 m hæð ef henni er ekki haldið í skefjum með klippingu. Það er auðvelt með því að klípa ofan af nývexti á vorin, ca. hálfa leið niður. Þannig verður hún þéttari í vexti og ekki of hávaxin. Hún getur orðið all mikil á breiddina líka, en hægt er að snyrta hana til með klippingu. Hún þrífst best á sólríkum stað, eins og aðrar furutegundir, í vel framræstum jarðvegi, sem má vera nokkuð rýr.