top of page
Mýrastigi

Pinus pumila

Runnafura

Þallarætt

Pinaceae

Hæð

um 1-3 m

Blómlitur

kk rauður, kvk fjólublár

Blómgun

maí - júní

Blómgerð

reklar

Aldin

könglar

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

mistæk

Heimkynni

fjöll í NA-Asíu, frá Síberíu og N-Kína austur til Japan

Ættkvíslin Pinus, fura, er stór ættkvísl í þallarætt, Pinaceae, sem telur rúmlega 100 tegundir. Heimkynni þeirra eru dreifð um norðurhvel jarðar. Einkenni ættkvíslarinnar eru langar nálar sem vaxa í knippum, oftast 2-5 nálar í knippi.

Fjölgun:


Sáning, sáð að hausti (ferskt fræ) eða í janúar-febrúar

Fræ lagt í bleyti í sólarhring og svo sáð í sáningarbox. Fræ rétt hulið og haft á björtum stað. Ef sáð að hausti er box látið standa úti fram á vor og svo tekið inn til að spíra. Ef sáð síðvetrar er það haft úti í 6 vikur og síðan tekið inn til að spíra.

Runnafura er runnkennd furutegund með fínlegu barri. Hún hefur þrifist mjög misjafnlega hér á landi og samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Njálssyni í Nátthaga skiptir máli að rækta kvæmi frá hafrænu loftslagi. Plöntur af fræi frá svæðum þar sem meginlandsloftslag er þrífast illa þrátt fyrir mikið kuldaþol.  Þarf því frekar skjólgóðan, sólríkan stað og vel framræstan jarðveg. Planta í skógræktinni við Hvaleyrarvatn virðist þrífast vel.  

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page