top of page
Mýrastigi

Sorbus mougeotii

Alpareynir

Rósaætt

Rosaceae

Hæð

um 5-8 m

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júní

Blómgerð

-

Aldin

rauð ber

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Evrópa

Ættkvíslin Sorbus, reyniviðir, er stór ættkvísl um 100-200 tegunda í rósaætt, Rosaceae með heimkynni á norðurhveli. Ein tegund, reyniviður, er innlend. Sumir grasafræðingar vilja skipta ættkvíslinni upp í fjórar ættkvíslir eftir lögun laufblaða og aldingerð. Eru þá tegundir með fjaðrað  lauf áfram í Sorbus en tegundir með heil lauf í ættkvíslinni Aria. Verður þeirri skiptingu ekki fylgt hér.

Fjölgun:


Sumargræðlingar


Sáning - best sáð að hausti.

Hreinsa þarf fræið úr berjunum og þvo aldinkjötið vel af þeim. Fræið rétt hulið með vikri og haft úti á skýldum stað fram á vor.


Alpareynir er smávaxið tré sem getur orðið allt að 5-8 m á hæð. Hann blómstrar hvítum blómum í júní og þroskar rauð ber. Haustlitirnir eru gulir. Harðgerður. Berin eru mikilvæg fæða fyrir þresti og starra. 

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page