top of page
Mýrastigi

Taxus x media 'Farmen'

Garðaýr

Ýviðarætt

Taxaceae

Hæð

allt að 2 m

Blómlitur

kk gulbrúnn, kvk grænn

Blómgun

júní

Blómgerð

Aldin

rautt aldin

Lauflitur

dökkgrænn

Birtuskilyrði

sól - skuggi

Jarðvegur

vel framræstur, má vera kalkríkur, jafnrakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þrífst vel

Heimkynni

garðayrki

Taxus, ýviðir, er lítil ættkvísl í ýviðarætt, Taxaceae. Allar tegundir ættkvíslarinnar eru náskyldar og sumir grasafræðingar vilja skilgreina þær allar sem undirtegundir af ýviði, Taxus baccata. Aðrir skilgreina 9 tegundir. Ýviðir hafa flatar, dökkgrænar nálar sem eru mjúkar viðkomu og þroska köngla sem líkjast opnum rauðum berjum sem umlykja eitt fræ. Þeir eru oftast einkynja (þ.e. plöntur eru annaðhvort kk eða kvk), þó það sé ekki algilt. Allir hlutar eru eitraðir að berjunum undanskildum, þar með talin fræin. Nokkur krabbameinslyf hafa verið þróuð út frá taxane eiturefnunum sem finnast í ýviðartegundum. Viðurinn er sveigjanlegur og var notaður í bogagerð. Ýviðir eru mikið notaðir í formklippingar erlendis. 

Fjölgun:


Sumargræðlingar

'Farmen' er yrki af garðaýr með breiðan, uppréttan vöxt. Það verður um 1-2 m á hæð og eitthvað meira á breiddina. Þrífst best í sól eða skugga í vel framræstum, jafnrökum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page