Rosa foetida 'Persiana'
sh. 'Persian Yellow', R. foetida 'Persian Yellow'
Gullrós
Gullrósir
Uppruni
óþekktur, markaðssett fyrst í Bretlandi 1837
Hæð
allt að 1,5 m
Blómlitur
gulur
Blómgerð
fyllt
Blómgun
einblómstrandi, júlí
Ilmur
daufur
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þarf gott skjól, RHF3
Villirósir eru, eins og nafnið bendir til, villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar. Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar. Þessar rósir eru formæður allra garðrósa.
Gullrósir eru blendingar af gullrós, R. foetida.
Erlendir harðgerðiskvarðar:
USDA zone: 3
Einblómstrandi runnarós með fylltum, gulum blómum. Kann best við sig í hlýju og sól, köld rigningasumur eiga því illa við hana. Viðkvæm fyrir sveppasýkingu í laufi (black spot).
"Harðgerð rós 1,5.m.á hæð kelur nánast ekkert, ilmar mikið , blómgast um miðjan júlí, H.2. Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ